Lyf og heilsa hagnaðist um 648 milljónir króna á síðasta ári samaborið við 537 milljónir árið 2022.

Tekjur félagsins jukust úr 11 milljörðum króna í tæplega 12,5 milljarða á milli ára.

Lyf og heilsa rekur 29 aptótek. Flest þeirra, eða 23, eru rekin undir merkjum Apótekarans en fjögur eru rekin undir merkjum Lyf og heilsu. Að auki rekur fyrirtækið Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Til viðbótar rekur Lyf og heilsa tvær gleraugnaverslanir undir vörumerkinu Augastaður, sem og lyfjaskömmtun og framleiðsludeild Gamla apóteksins.

Jón Hilmar Karlsson er eigandi Lyf og heilsu í gegnum félögin Fastar ehf. og Toska ehf.

Lykiltölur / Lyf og heilsa hf.

2023 2022
Tekjur 12.485 11.034
Eignir 9.068 7.721
Eigið fé 4.023 3.525
Afkoma 648 537
- í milljónum króna