Fjárfestingafélagið Nes Capital skilaði 955 milljóna króna hagnaði árið 2021. Jókst hagnaðurinn um 860 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.
Eignir Nes Capital námu tæpum 3,3 milljörðum króna í árslok 2021, en það er um 400 milljóna króna aukning á milli ára. Eigið fé Nes Capital nam 3,2 milljörðum við árslok 2021 en var um 2,3 milljarðar árið á undan. Þá var eiginfjárhlutfallið 96%.
Nes Capital greiddi 40 milljónir króna í arð á árinu 2021, en félagið er í eigu Haraldar Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Innes, en hann er nú stjórnarformaður og einn af eigendum norræna heildsölufyrirtækisins Haugen Gruppen.