Tekjur samstæðu Sóma og Þykkvabæjar hafa aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina. Frá árinu 2014 hefur veltan aukist um 370%, þar sem hún fór úr 1,5 milljörðum króna í 5,4 milljarða króna í fyrra, eins og áður segir.

Samanlagður hagnaður síðustu tíu ára nemur þá 2,5 milljörðum króna en síðustu þrjú ár hefur hagnaður numið um og yfir 400 milljónum króna á ári.

Á sama tíma, frá 2014-2023, námu arðgreiðslur til eigenda rétt rúmum tveimur milljörðum, þar af voru 600 milljónir greiddar út í fyrra. Þá gerir stjórn samstæðunnar tillögu um 538,9 milljóna króna arðgreiðslu til hluthafa í ár vegna rekstrarársins 2023.

Eignir samstæðunnar voru bókfærðar á 1.636 milljónir króna í lok árs 2023, samanborið við 1.480 milljónir króna árið áður. Eigið fé nam 539 milljónum króna um áramótin, samanborið við 702 milljónir króna í lok árs 2022.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.