Hátæknifyrirtækið Valka var stofnað árið 2003. Fyrirtækið hefur frá upphafi haft það að leiðarljósi að auka verðmæti í fiskvinnslu með meiri sjálfvirkni, bættri nýtingu og hráefnismeðhöndlun.
Kristján Hallvarðsson, sem stýrir sölusviði Völku, segir fréttamanni frá spennandi nýjungum frá fyrirtækinu, til að mynda hallandi skurð í skurðarvélar Völku.
Valka er eitt þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningingunni verður haldin dagana 13. -15. september 2017 í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi.