Hampiðjan hefur hækkað um 3,03% í viðskiptum í dag í 45 milljóna króna viðskiptum.

Gengið er nú 136 eða 4,6% hærra en gengi í áskriftarbók B í útboðinu sem lauk á föstudaginn.

Hins vegar er gengið 13,3% hærra en í A bókinni í útboðinu. Þar var fast verð 120 krónur á hlut og hámarksboð 20 milljónir króna. Þar var skerðingin mun meiri.

Stefnt er að því að viðskipti með hlutabréf félagsins á aðalmarkaði Kauphallarinnar hefjist á föstudaginn, 9. júní.

Kauphöllinn hefur þegar samþykkt umsókn félagsins um töku hlutabréfanna til viðskipta án fyrirvara.