Rúmlega 40% breskra jarðarberja- og hindberjabænda gætu farið á hausinn fyrir árslok 2026 vegna hækkandi kostnaðar og lágra launa frá matvöruverslunum. Þetta kemur fram á heimasíðu Guardian.

Þar segir að tæplega helmingur þeirra sem rækta berin segist ekki lengur græða á vinnu sinni og sögðu þá 53% að fjárhagsleg heilsa fyrirtækja þeirra væri slæm eða mjög slæm, samkvæmt könnun frá British Berry Growers.

Rúmlega 40% breskra jarðarberja- og hindberjabænda gætu farið á hausinn fyrir árslok 2026 vegna hækkandi kostnaðar og lágra launa frá matvöruverslunum. Þetta kemur fram á heimasíðu Guardian.

Þar segir að tæplega helmingur þeirra sem rækta berin segist ekki lengur græða á vinnu sinni og sögðu þá 53% að fjárhagsleg heilsa fyrirtækja þeirra væri slæm eða mjög slæm, samkvæmt könnun frá British Berry Growers.

Meira en þriðjungur aðspurðra, eða 37%, segist nú vera að íhuga að draga úr framleiðslu eða hætta alfarið og finna sér eitthvað annað að gera.

„Við verðum að taka þessari könnun alvarlega og líta á hana sem merki um að grípa þurfi til brýnna aðgerða. Framtíð iðnaðarins hangir nú á bláþræði og það væri svívirðing að missa bresku berin,“ segir Nick Marston, formaður British Berry Growers.