Heimar fasteignafélag tilkynntu eftir lokun Kauphallarinnar í gær að stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar til kaupa á hlutum í félaginu fyrir allt að 500 milljónir króna að kaupvirði.

Endurkaupaáætlunin er í gildi til aðalfundar Heima á árinu 2026 eða þar til endurkaupum að kaupvirði 500 milljónir króna er lokið, hvort sem gerist fyrr.

Endurkaupin eru í samræmi við heimild sem hluthafar félagsins samþykku á aðalfundi í mars síðastliðnum um að Heimum væri heimilt að kaupa allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í því skyni að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.