Bifreiðaumboðið Hekla hf. hagnaðist um 63 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 17 milljóna tap árið á undan. Velta félagsins nam tæpum 14,2 milljörðum og jókst um rúmlega 1.650 milljónir milli ára.
Eignir félagsins voru metnar á 3,5 milljarða í árslok og lækkuðu um rúmlega 600 milljónir. Munar þar mestu um lægri birgðastöðu. Skuldir félagsins námu 1,9 milljörðum tæpum. Launakostnaður nam 1,2 milljörðum og að jafnaði störfuðu 122 hjá félaginu.
Útgefnir hlutir eru rúmlega 500 milljónir að nafnvirði og eru þeir allir nema einn í eigu Riftúns ehf., félags forstjórans Friðberts Friðbertssonar. Í ársbyrjun 2020 átti danska félagið Semler helmingshlut í Heklu en seldi hann í lok árs 2020. Af ársreikningi Semler má ráða að hluturinn hafi verið seldur fyrir andvirði um 1,4 milljarða króna og söluhagnaður hafi verið yfir 500 milljónir.