Hengill Fast­eignir hafa keypt allt hluta­fé í Hótel Búðum, sam­kvæmt upp­lýsingum Við­skipta­Moggans en fé­lagið átti fyrir helming hluta­fjár.

Fjár­festingar­fé­lagið Ernir, í eigu Arnar Andrés­sonar, er seljandi en gengið var frá kaupunum í síðustu viku.

Hótel Búðir er nú fjórða hótelið í eigu Hengils fast­eigna.

Fé­lagið á fyrir ION Adventure-hót­elið á Nesja­­völl­um, ION City-hót­elið á Lauga­vegi 28 og Hót­el Von á Lauga­vegi 55. Þá á fé­lagið einnig hús­­næði við Lauga­veg 28, þar sem veit­inga­staður­inn Sumac er til húsa, og Bon re­staurant, sem er nýr veit­inga­staður á Lauga­vegi 55.