Hengill Fasteignir hafa keypt allt hlutafé í Hótel Búðum, samkvæmt upplýsingum ViðskiptaMoggans en félagið átti fyrir helming hlutafjár.
Fjárfestingarfélagið Ernir, í eigu Arnar Andréssonar, er seljandi en gengið var frá kaupunum í síðustu viku.
Hótel Búðir er nú fjórða hótelið í eigu Hengils fasteigna.
Félagið á fyrir ION Adventure-hótelið á Nesjavöllum, ION City-hótelið á Laugavegi 28 og Hótel Von á Laugavegi 55. Þá á félagið einnig húsnæði við Laugaveg 28, þar sem veitingastaðurinn Sumac er til húsa, og Bon restaurant, sem er nýr veitingastaður á Laugavegi 55.