Her­dís Dröfn Fjeld­sted hefur verið ráðin for­stjóri Sýnar að loknu ráðningar­ferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar.

Í Kauphallartilkynningu segir að Her­dís hafi víð­tæka reynslu úr at­vinnu­lífinu sem stjórnandi en hún er fyrr­verandi for­stjóri Valitor og leiddi hún fé­lagið gegnum endur­skipu­lagningu og síðar sölu.

„Her­dís var áður fram­kvæmda­stjóri Fram­taks­sjóðs Ís­lands, og hefur setið í fjölda stjórna hjá bæði skráðum og ó­skráðum fé­lögum hér­lendis og er­lendis, svo sem Arion banka, Icelandair Group, Icelandic Group og Pro­mens. Þá er Her­dís stjórnar­for­maður Eyris Venture Mana­gement,“ segir í Kaup­hallar­til­kynningu.

„Ég er þakk­lát fyrir það traust sem mér er sýnt og er full eftir­væntingar að taka við keflinu hjá Sýn. Ég hlakka til að kynnast starf­seminni, starfs­fólkinu og við­skipta­vinum fé­lagsins. Sýn saman­stendur af spennandi rekstrar­einingum í fjar­skiptum, fjöl­miðlum og í upp­lýsinga­tækni, og það verður spennandi að taka þátt í því með stjórn og starfs­mönnum að efla þær einingar enn frekar og há­marka virði þeirra,“ segir Her­dís Dröfn Fjeld­sted, for­stjóri Sýnar:

„Her­dís hefur sýnt að hún er fram­úr­skarandi stjórnandi sem hefur já­kvæð á­hrif á rekstur og af­komu þeirra fé­laga sem hún lætur sig varða. Við erum að fá ein­stak­lega öfluga mann­eskju í starfið og hlökkum til sam­starfsins. Á þessum tíma­mótum viljum við jafn­framt þakka Páli Ás­gríms­syni – sem gegnt hefur starfi for­stjóra tíma­bundið – sér­stak­lega fyrir sitt fram­lag en hann hverfur nú aftur til starfa sem fram­kvæmda­stjóri lög­fræði­s­viðs Sýnar,” segir Jón Skafta­son, stjórnar­for­maður Sýnar.