Hershey hefur samþykkt að kaupa poppframleiðandann LesserEvil samkvæmt fréttamiðlinum WSJ. Samkomulagi var náð fyrir helgi og Hershey hefur ekki staðfest kaupverðið, en sérfræðingar telja að hann gæti numið 750 milljónum dala.
LesserEvil hafði nýlega leitast við að selja fyrirtækið sitt en félagið framleiðir ýmsar snartegundir sem eru sagðar vera hollari en margar eru fáanlegar á markaðnum.
Fyrirtækið var keypt af Charles Coristine, fyrrum yfirmanni á Wall Street, árið 2011 þegar það glímdi við ýmsa erfiðleika. Ári seinna opnaði hann verksmiðju í Danbury í Conneticut-ríki sem framleiðir meðal annars popp úr avókadóolíu.
Fjöldi matvælafyrirtækja erlendis hafa leitast við að kaupa snarlfyrirtæki undanfarin misseri og má þar nefna kaup PepsiCo á tortilluframleiðandanum Siete Foods fyrir 1,2 milljarða dala.
Flower Foods, fyrirtækið á bak við Wonder Bread, tilkynnti einnig í janúar að það myndi kaupa kexframleiðandann Simple Mills, sem framleiðir hollt kex, fyrir tæpar 800 milljónir dala.