indó hefur greint frá því á Facebook-síðu sinni að um aprílgabb hafi verið að ræða og að sparisjóðurinn og Smitten muni ekki tengja saman reikninga notendur.

Sparisjóðurinn indó og stefnumótaforritið Smitten hafa farið í samstarf en nú gefst notendum kleift tengja aðgangana sína. Með samstarfinu býðst viðskiptavinum færi á að sjá líkur á því hvernig þau eigi saman út frá sparnaði og neyslumynstri.

Kveikjan að samstarfinu var rannsókn sem sýndi fram á að 80% notenda stefnumótaforrita sögðust ósátt við þær leiðir sem þarf að fara til að ganga í augun á hinum aðilanum.

indó hefur greint frá því á Facebook-síðu sinni að um aprílgabb hafi verið að ræða og að sparisjóðurinn og Smitten muni ekki tengja saman reikninga notendur.

Sparisjóðurinn indó og stefnumótaforritið Smitten hafa farið í samstarf en nú gefst notendum kleift tengja aðgangana sína. Með samstarfinu býðst viðskiptavinum færi á að sjá líkur á því hvernig þau eigi saman út frá sparnaði og neyslumynstri.

Kveikjan að samstarfinu var rannsókn sem sýndi fram á að 80% notenda stefnumótaforrita sögðust ósátt við þær leiðir sem þarf að fara til að ganga í augun á hinum aðilanum.

„Það er kannski ekki mikið vit í því að para manneskju sem kaupir sér boost í ræktinni klukkan hálf sex alla morgna við manneskju sem borgar leigubíl heim klukkan fjögur alla morgna!“ Segir Unnur Aldís, markaðsstjóri Smitten.

Margir segjast til að mynda elska að ferðast, en þegar uppi er staðið vilji þau helst bara vera heima hjá sér. Með þessari viðbót verður ekki hægt að lýsa sjálfum sér sem farfugli öðruvísi en að vera með minnst eina færslu hjá flugfélagi síðasta árið.

Í tilkynningu segir að gögn um neysluhegðun notenda hafi aldrei verið nýtt í stefnumótaforritum hingað til. Ákveðin persónueinkenni gefi þó góða vísbendingu um hvort fólk eigi saman eða ekki.

„Okkur gengur vel að útrýma bulli úr bankakerfinu þannig að okkur fannst ágætt að beina sjónum okkar næst að tilhugalífinu, bull er ekki góður grunnur að nýju sambandi.“ segir Einar Björgvin Eiðsson, vörustjóri indó.