Argentínsk fyrirtæki sem eru skráð í Bandaríkjunum eru að njóta góðs af sigri Javier Milei í forsetakosningunum í gær. Milei, sem lýsir sjálfum sér sem stjórnleysiskapítalista (e. anarcho-capitalist), hefur lofað miklum viðsnúningi í efnahagsstefnu landsins.
Efnahagsóstjórn hefur ríkt í Argentínu, þriðja stærsta hagkerfi Römönsku-Ameríku, en um 40% landsmanna býr við fátækt og hefur millistétt landsins nánast þurrkast út.
Skuldir ríkisins hafa aukist gríðarlega, gjaldmiðill landsins veikst töluvert á sama tíma og Argentína glímir við stjórnlausa óðaverðbólga.
Allt eru þetta sagt ástæður þess að kjósendur ákváðu að breyta um stefnu og kjósa hægri sinnaða hagfræðinginn Milei.
Argentínsk fyrirtæki sem eru skráð í Bandaríkjunum eru að njóta góðs af sigri Javier Milei í forsetakosningunum í gær. Milei, sem lýsir sjálfum sér sem stjórnleysiskapítalista (e. anarcho-capitalist), hefur lofað miklum viðsnúningi í efnahagsstefnu landsins.
Efnahagsóstjórn hefur ríkt í Argentínu, þriðja stærsta hagkerfi Römönsku-Ameríku, en um 40% landsmanna býr við fátækt og hefur millistétt landsins nánast þurrkast út.
Skuldir ríkisins hafa aukist gríðarlega, gjaldmiðill landsins veikst töluvert á sama tíma og Argentína glímir við stjórnlausa óðaverðbólga.
Allt eru þetta sagt ástæður þess að kjósendur ákváðu að breyta um stefnu og kjósa hægri sinnaða hagfræðinginn Milei.
Það sem þjáð þjóð þarf á að halda
Hlutabréf argentínska orkufyrirtækisins YPF, sem skráð er í Bandaríkjunum, hækkuðu um 18% í framvirkum samningum fyrir lokuðum markaði.
Hlutabréf fjarskiptafyrirtækisins Telecom Argentina hafa hækkað um 9% og hlutabréf í fjármálráðgjafarfyrirtækinu Grupo Financieror Galacia hafa hækkað um 11%, samkvæmt The Wall Street Journal.
Geronimo Mansutti, forstöðumaður greininga hjá fjárfestingafyrirtækinu EMFI Group í Lundúnum, segir í samtali við WSJ að kjör Milei muni hafa jákvæð áhrif á efnahag landsins jafnvel þótt hann nái ekki öllum helstu kosningaloforðum sínum í gegn.
„Stefna hans í ríkisfjármálum og peningamálum er nákvæmlega það sem þjáð þjóð þarf á að halda,“ segir Mansutti.
Milei hefur lofað að velta ráðandi stétt stjórnmálamanna, lagt til að Argentína taki upp Bandaríkjadal sem gjaldmiðil ásamt því að vilja forgangaraða viðskiptum við Bandaríkin fremur en við Kína og draga verulega úr umsvifum ríkisins í efnahagi landsins.