Hlutabréf á bandaríska markaðnum hafa á undanförnum mánuðum færst sífellt meira í sömu átt. Fylgni hlutabréfa í S&P 500 vísitölunni yfir þriggja mánaða tímabili hefur ekki mælst meiri frá því í júlí 2020. Bloomberg greinir frá.

Fylgnistuðulinn var í kringum 0,31 eða minna á nær öllu síðasta ári. Áhyggjur um kólnun heimshagkerfisins og efnahagssamdrátt hefur gert það að verkum að stuðullinn hefur nær tvöfaldast í ár. Fylgnin hefur ekki verið meiri frá því í byrjun Covid-faraldursins.

„Þetta klárlega gerir virka stýringu erfiðari þar sem allt hreyfist í takti,“ hefur Bloomberg eftir framkvæmdastjóra hjá Strategas Securities.

Hann bætir við að þrátt fyrir að hækkanir á mörkuðum fyrr í vikunni, þá gefi aukin fylgni hlutabréfa merki um undirliggjandi ótta og efasemdir meðal fjárfesta.

Aukin fylgni á milli hlutabréfa stærstu félaganna leiðir af sér að fjárfestar og sjóðstjórar þurfa í auknum mæli að fylgjast með hreyfingum hjá stærstu nöfnunum á markaðnum. Uppgjör netrisana á næstu dögum auk Tesla gætu því reynst afdrifarík fyrir þróun markaðarins.