Helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna lækkuðu í viðskiptum gærdagsins. S&P 500 vísitalan lækkaði um 0,3%, Dow Jones vísitalan fór niður um 0,6% eða 258 punkta á meðan Nasdaq vísitalan, þar sem tæknifyrirtækin eru þungamiðjan, fór niður um 0,3%.
Á sama tíma veiktist bandaríkjadalur á meðan ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa í fjármálafyrirtækjum og einkareknum fangelsum í gær en fjárfestar sem töldu Trump sigurstranglegan voru að veðja á þessa tvo iðnaði til að njóta góðs af forsetatíð hans.
Hlutabréf í einkarekna fangelsismálafyrirtækinu GEO Group féllu um 1,9% í aðdraganda kjördags.
Jim Lebenthal, framkvæmdastjóri verðbréfamiðlunar hjá Cerity Partners, segir í samtali við The Wall Street Journal að markaðir séu í raun um allt á þessari stundu og fjárfestar séu ekki sammála um hver sé að fara vinna.
Sögulega hafa markaðir einnig ekki hagað sér í samræmi við það sem fjárfestar höfðu spáð þrátt fyrir að þeir spáðu rétt fyrir um sigurvegara kosninganna.
Árið 2016 vann Trump mjög óvæntan sigur en framvirkir samningar með bandarísk hlutabréf tóku óvænta dýfu áður í rúman sólarhring.
Hlutabréfaverð Trump Media & Technology Group, móðurfélag samfélagsmiðils Donald Trumps Truth Social, hækkaði um 12% í viðskiptum gærdagsins en greiningaraðilar hafa spáð því að gengi félagsins muni lækka sigri hann ekki kosningarnar.