Helstu hluta­bréfa­vísitölur Bandaríkjanna lækkuðu í við­skiptum gær­dagsins. S&P 500 vísi­talan lækkaði um 0,3%, Dow Jones vísi­talan fór niður um 0,6% eða 258 punkta á meðan Nas­daq vísi­talan, þar sem tækni­fyrir­tækin eru þunga­miðjan, fór niður um 0,3%.

Á sama tíma veiktist bandaríkja­dalur á meðan ávöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa í fjár­mála­fyrir­tækjum og einka­reknum fangelsum í gær en fjár­festar sem töldu Trump sigur­strang­legan voru að veðja á þessa tvo iðnaði til að njóta góðs af for­setatíð hans.

Hluta­bréf í einka­rekna fangelsis­mála­fyrir­tækinu GEO Group féllu um 1,9% í að­draganda kjör­dags.

Jim Lebent­hal, fram­kvæmda­stjóri verðbréfa­miðlunar hjá Cerity Partners, segir í sam­tali við The Wall Street Journal að markaðir séu í raun um allt á þessari stundu og fjár­festar séu ekki sammála um hver sé að fara vinna.

Sögu­lega hafa markaðir einnig ekki hagað sér í samræmi við það sem fjár­festar höfðu spáð þrátt fyrir að þeir spáðu rétt fyrir um sigur­vegara kosninganna.

Árið 2016 vann Trump mjög óvæntan sigur en fram­virkir samningar með bandarísk hluta­bréf tóku óvænta dýfu áður í rúman sólar­hring.

Hluta­bréfa­verð Trump Media & Technology Group, móðurfélag sam­félags­miðils Donald Trumps Truth Social, hækkaði um 12% í við­skiptum gær­dagsins en greiningaraðilar hafa spáð því að gengi félagsins muni lækka sigri hann ekki kosningarnar.