Hluta­bréfa­verð Sýnar hefur lækkað um rúm 6% í fyrstu við­skiptum eftir að fé­lagið sendi frá sér nei­kvæða af­komu­við­vörun eftir lokun markaða í gær.

Sýn á­kvað að gjald­færa ein­skiptis­liði upp á um 840 milljónir króna á árinu 2023 og segir í af­komu­við­vörun að þetta muni hafa af­gerandi á­hrif á af­komu ársins í árs­upp­gjöri fé­lagsins.

Samkvæmt uppgjörsdrögum Sýnar var EBIT-afkoma ársins 2023 um 1.108 milljónir króna án hagnaðar vegna sölu á stofnneti upp á 2.436 milljónir. Leiðrétt fyrir einskiptisliðum er rekstrarafkoma félagsins á árinu 2023 um 1.948 milljónir.

Dagsloka­gengi Sýnar 47 krónur í gær en stendur í 44 krónum þegar þetta er skrifað.

Sam­hliða því lækkuðu hluta­bréf Eim­skips um rúm 5% í fyrstu við­skiptum dagsins en gengi Eim­skips hefur lækkað um 13% síðast­liðinn mánuð.

Skipa­fé­lagið birti árs­upp­gjör eftir lokun markaða í gær en hagnaður fé­lagsins á fjórða árs­fjórðungi dróst saman um 61% á milli ára vegna krefjandi markaðs­að­stæðna.

Gengi Eim­skips var í 462 krónum í byrjun mánaðar en stendur í 402 krónum þegar þetta er skrifað.