Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hækkaði um 9% við opnun markaða í um 1,8 milljarða króna veltu. Stór utan­þings­við­skipti með bréf líf­tækni­lyfja­fé­lagsins fóru fram í gær sem til­kynnt voru í morgun en fé­lagið birti upp­gjör eftir lokun markaða í gær.

Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri Al­vot­ech námu heildar­tekjur fé­lagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 236 milljónum dollara, eða um 32,8 milljörðum króna, sem er meira en tí­földun frá sama tíma­bili í fyrra.

Að­löguð EBITDA-fram­legð Al­vot­ech nam 64 milljónum dollara, eða um 8,9 milljörðum króna, á fyrri árs­helmingi. Til saman­burðar var hún nei­kvæð um 147 milljónir dollara á sama tíma­bili í fyrra. Þess má geta að EBITDA fram­legðin nam 102 milljónum dollara á öðrum árs­fjórðungi.

Að­löguð EBITDA-fram­legð Al­vot­ech nam 64 milljónum dollara, eða um 8,9 milljörðum króna, á fyrri árs­helmingi. Til saman­burðar var hún nei­kvæð um 147 milljónir dollara á sama tíma­bili í fyrra. Þess má geta að EBITDA fram­legðin nam 102 milljónum dollara á öðrum árs­fjórðungi.

Miklar sveiflur hafa verið á gengi Al­vot­ech í ár enskortur á fjár­festingu frá er­lendum sjóðum er sagt hafa haft nei­kvæð á­hrif á gengis­þróun.

Sam­hliða upp­gjöri í gær skilaði Al­vot­ech inn upp­færðum hlut­haf­alista til verð­bréfa­eftir­lits Banda­ríkjanna en þar má sjá að sjóðir í rekstri, Point Sta­te Capi­tal, Balyasny Asset Mana­gement og Legal & General, höfðu keypt í líf­tækni­lyfja­fé­laginu á fjórðungnum. Saman­legt keyptu sjóðirnir þrír 2,6 milljón hluti á nafn­virði.

Mil­lenium Mana­gement kom einnig inn í hlut­hafa­hóp Al­vot­ech á tíma­bilinu en vogunar­sjóðurinn keypti þó tölu­vert færri hluti en fyrr­nefndir sjóðir.

Hluta­bréf í Al­vot­ech hækkuðu um 6% í gær í að­draganda upp­gjörs og hafa því hækkað um 12% síðast­liðna tvo við­skipta­daga miðað við nú­verandi gengi. Gengi Al­vot­ech stendur í 1.700 krónum þegar þetta er skrifað en gengið fór hæst í 2.450 krónur í lok febrúar.