Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði um 9% við opnun markaða í um 1,8 milljarða króna veltu. Stór utanþingsviðskipti með bréf líftæknilyfjafélagsins fóru fram í gær sem tilkynnt voru í morgun en félagið birti uppgjör eftir lokun markaða í gær.
Samkvæmt árshlutauppgjöri Alvotech námu heildartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 236 milljónum dollara, eða um 32,8 milljörðum króna, sem er meira en tíföldun frá sama tímabili í fyrra.
Aðlöguð EBITDA-framlegð Alvotech nam 64 milljónum dollara, eða um 8,9 milljörðum króna, á fyrri árshelmingi. Til samanburðar var hún neikvæð um 147 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Þess má geta að EBITDA framlegðin nam 102 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi.
Aðlöguð EBITDA-framlegð Alvotech nam 64 milljónum dollara, eða um 8,9 milljörðum króna, á fyrri árshelmingi. Til samanburðar var hún neikvæð um 147 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Þess má geta að EBITDA framlegðin nam 102 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi.
Miklar sveiflur hafa verið á gengi Alvotech í ár enskortur á fjárfestingu frá erlendum sjóðum er sagt hafa haft neikvæð áhrif á gengisþróun.
Samhliða uppgjöri í gær skilaði Alvotech inn uppfærðum hluthafalista til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna en þar má sjá að sjóðir í rekstri, Point State Capital, Balyasny Asset Management og Legal & General, höfðu keypt í líftæknilyfjafélaginu á fjórðungnum. Samanlegt keyptu sjóðirnir þrír 2,6 milljón hluti á nafnvirði.
Millenium Management kom einnig inn í hluthafahóp Alvotech á tímabilinu en vogunarsjóðurinn keypti þó töluvert færri hluti en fyrrnefndir sjóðir.
Hlutabréf í Alvotech hækkuðu um 6% í gær í aðdraganda uppgjörs og hafa því hækkað um 12% síðastliðna tvo viðskiptadaga miðað við núverandi gengi. Gengi Alvotech stendur í 1.700 krónum þegar þetta er skrifað en gengið fór hæst í 2.450 krónur í lok febrúar.