Fjártæknifyrirtækið Two Birds, móðurfélag Aurbjargar, var rekið með 45 milljóna króna tapi á síðasta ári en árið 2022 nam tapið einni milljón.

Eigið fé félagsins jókst úr 7 milljónum króna í 162 milljónir á milli ára. Á síðasta ári var hlutafé aukið um 200 milljónir króna. Starfsfólki fjölgaði nokkuð á milli ára. Á síðasta ári voru 11 stöðugildi hjá félaginu og launagreiðslur námu 143 milljónum. Til samanburðar voru stöðugildin 6 árið 2022 og þá námu launagreiðslurnar 68 milljónum.

Um síðustu áramót átti Reynir Grétarsson á 98,5% hlut í Two Birds í gegnum fjárfestingafélagið Info Capital ehf. Reynir var einn af stofnendum Creditinfo. Síðasta vor keypti Creditinfo fasteignaverðmat Two Birds.

Lykiltölur / Two Birds ehf.

2023 2022
Tekjur 154 103
Eignir 254 161
Eigið fé 162 7
Afkoma -45 -1
- í milljónum króna