Boeing er farið af stað með tvö sölutryggð hlutafjárútboð þar sem bandaríski flugvélaframleiðandinn áformar að sækja sér tæplega 19 milljarða dollara til að bæta fjárhagsstöðu sína eftir krefjandi ár. Félagið tilkynnti um þetta í mörgun.

Boeing mun annars vegar gefa út almennt hlutafé upp á 90 milljónir að nafnverði, sem mun skila félaginu rétt undir 14 milljörðum dala ef miðað er við dagslokagengið á föstudaginn. Hins vegar

Hins vegar mun Boeing gefa út svokölluð vörslubréf (e. depository shares), sem gefa 5% hlutdeild í nýútgefnu forgangshlutafé félagsins. Flugvélaframleiðandinn áætlar að sækja 5 milljarða dala í þessu útboði.

Boeing mun einnig gefa sölutryggjendum möguleika á að kaupa allt að 13,5 milljónir hluta til viðbótar og vörslubréf að andvirði 750 milljónir dala.

Boeing hefur að undanförnu tilkynnt um að félagið hyggst fækka 17 þúsund störfum, og á föstudaginn greindi WSJ frá því að félagið væri að skoða sölu á geimstarfseminni sinni.