Hluthafar CrowdStrike eru nú að stefna netöryggisfyrirtækið eftir bilaða hugbúnaðaruppfærslu sem átti sér stað í síðasta mánuði. Í stefnu er fyrirtækið sakað um að hafa gefið rangar og villandi yfirlýsingar um hugbúnaðarprófanir sínar.

Gengi CrowdStrike lækkaði einnig um 32% á 12 daga tímabili eftir bilunina, sem olli 25 milljarða dala tapi á markaðsvirði fyrirtækisins.

CrowdStrike neitar öllum ásökunum og segist ætla að verja sig en í málsókninni er farið fram á ótilgreinda fjárhæð bóta fyrir fjárfesta sem áttu hlutabréf í CrowdStrike á tímabilinu 29. nóvember til 29. júlí.

„Við teljum að þetta mál skorti verðleika og við munum verja fyrirtækið af öllum krafti,“ segir talsmaður CrowdStrike.