Birta lífeyrissjóður stækkaði hlut sinn í Play á mánudaginn og á nú 10,1% hlut í flugfélaginu, samkvæmt flöggunartilkynningu.
Birta keypti 8,7 milljónir hluti í Play fyrir ríflega 15 milljónir króna á mánudaginn ef miðað er við dagslokagengi hlutabréfa flugfélagsins. Birta á nú 190,8 milljónir hluti í Play, eða um 10,1% hlut, sem er um 324 milljónir króna að markaðsvirði.
Hlutabréfaverð Play hefur lækkað talsvert síðustu vikur og stóð það í 1,70 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar í gær, sem er lægsta dagslokagengi hlutabréfa félagsins frá skráningu. Markaðsgengi Play er um 62% lægra en 4,5 krónu útgáfuverðið í 4,6 milljarða króna hlutafjáraukningunni sem félagið lauk í vor.
Birta keypti í Play fyrir nærri einn milljarð króna í lokuðu hlutafjárútboði í apríl 2021 þar sem flugfélagið sótti rúma sex milljarða. Þá skráði lífeyrissjóðurinn sig fyrir 300 milljónir króna í hlutafjáraukningu Plau í árslok 2022.
Birta tók einnig þátt í hlutafjáraukningu Play í vor og má ætla að lífeyrissjóðurinn hafi skráð sig fyrir yfir 300 milljónir miðað við breytingu á eignarhlut sjóðsins milli mars og apríl.
Stærstu hluthafar Play í lok ágúst (fyrir síðustu kaup Birtu)
Í % |
9,62 |
5,82 |
5,38 |
4,95 |
3,57 |
3,48 |
2,94 |
2,94 |
2,63 |
2,56 |
2,13 |
2,11 |
1,96 |
1,93 |
1,84 |
1,80 |
1,77 |
1,76 |
1,69 |
1,67 |