Sala Ingka, rekstraraðila flestra Ikea verslana á heimsvísu, dróst saman um 5% milli ára þrátt fyrri að hafa lækkað verð til að laða fleiri neytendur samkvæmt fréttaflutningi Reuters. Ingka Group, býst hins vegar við viðsnúningi á næsta ári.

Sala Ingka, rekstraraðila flestra Ikea verslana á heimsvísu, dróst saman um 5% milli ára þrátt fyrri að hafa lækkað verð til að laða fleiri neytendur samkvæmt fréttaflutningi Reuters. Ingka Group, býst hins vegar við viðsnúningi á næsta ári.

Félagið segist í tilkynningu hafa segist fjárfest fyrir meira en 2,1 milljarð evra í verðlækkanir í þúsundum vöruflokka á öllum sínum mörkuðum.

Tekjur Ingka Group á síðasta fjárhagsári, sem lauk 31. ágúst sl., námu 39,6 milljörðum evra. Hlutdeild félagsins á alþjóðlega húsgagnamarkaðnum hélst stöðug í 5,7%.

„Á öllum markaðssvæðum okkar og nánast á sama tíma urðum við fyrir einhvers konar samdrætti. Við höfum ekki upplifað neitt slíkt síðan 2008,“ hefur Reuters eftir Jesper Brodin, forstjóra Ingka Group.

IKEA vonast þá til að lækkandi stýrivextir muni leiða til aukinnar sölu á rúmum, sófum og bókaskápum árið 2025.

Þess ber að geta að heimsóknum í verslanir IKEA fjölgaði um 3,3% á þessu ári í 727 milljónir. Ingka mun opna 58 nýjar IKEA-verslanir á heimsvísu árið 2025.