Hollenska ríkið hefur lokið sölu á tæplega 9% hlut í ABN Amro Bank, þriðja stærsta banka Hollands. Eftirstandandi eignarhlutur ríkisins í bankanum nemur 40,5%.

Hollenska fjármálaráðuneytið sagði að bankinn hefði alls selt hlutabréf í bankanum fyrir 1,17 milljarða evra, eða um 178 milljarða króna.

Hollenska ríkið hefur lokið sölu á tæplega 9% hlut í ABN Amro Bank, þriðja stærsta banka Hollands. Eftirstandandi eignarhlutur ríkisins í bankanum nemur 40,5%.

Hollenska fjármálaráðuneytið sagði að bankinn hefði alls selt hlutabréf í bankanum fyrir 1,17 milljarða evra, eða um 178 milljarða króna.

Salan fór fram með svokallaðri miðlunaráætlun (e. dribble-out programme) þar sem NLFI, sem er sambærileg stofnun og Bankasýsla ríkisins, gaf Bank of America Securities Europe fyrirmæli um að selja ákveðinn fjölda hluta. Tilkynnt var um upphaf miðlunaráætlunarinnar í lok nóvember 2023.

Með miðlunaráætlun er miðast við að markaðnum verði ekki ofgert þannig að sala geti verið sem næst markaðsverði, líkt og útskýrt er í minnisblaði Bankasýslu ríkisins frá því í janúar 2022. Sala með miðlunaráætlun fer yfirleitt fram á síðari stigum söluferlis sem þessu.

Hollenska ríkið eignaðist ABN Amro eftir að varið um 22 milljörðum evra til að koma honum til bjargar í fjármálahruninu. Ríkið hóf einkavæðingarferli árið 2015 þegar bankinn var skráður á markað og enn stendur til að ríkið selji niður allan eftirstanandi hlut sinn í bankanum, að því er segir í frétt Bloomberg.