Hönnunarstúdíóið Döðlur Studio hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Döðlur hönnuðu meðal annars Oddsson Hotel sem var í JL-húsinu, Miami Bar á Hverfisgötu, hótel í Lissabon og Dyflinni. Þar að auki komu Döðlur Studio að auglýsingagerð fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir, m.a. Símann, 66° Norður, Samtök Ferðaþjónustunnar, Sinfóníuhljómsveit Íslands o.fl.
Samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum Döðlur Studio hefur hönnunarstúdíóið ekki verið við rekstur í eitt og hálft ár.
Döðlur Studio var stofnað af þeim Daníel Atlasyni og Herði Kristbjörnssyni. Skiptafundur í þrotabúinu fer fram þann 24. ágúst næstkomandi.
Daníel hannaði Broddgöltinn (e. Hedgehog). Framleiðandi húsanna er Döðlur Modular en gjaldþrot Döðlur Studio er ótengt og hefur ekki áhrif á rekstur þess fyrrnefnda.