Eftirspurn eftir gulli í Kína dróst saman um 22% á þriðja ársfjórðungi og kaup á skartgripum drógust saman um 29% á sama tímabili samkvæmt frétt Bloomberg.

Samdráttinn má rekja til sífellt hækkandi gullverðs, sem náði nýjum hæðum í síðustu viku, auk þess sem neytendur í Kína hafa haldið að sér höndum samhliða niðursveiflu í hagkerfi landsins.

Í heild hefur eftirspurn eftir gulli í Kína dregist saman um 11% það sem af er ári en á sama tima hefur verð á gulli hækkað um þriðjung.