HS Orka hf. hefur samið við Kjöl fjár­festingar­fé­lag ehf. um kaup á fé­laginu Ís­lensk Orku­virkjun Seyðis­firði ehf. Fé­lagið á og rekur tvær vatns­afls­virkjanir í Fjarðar­á í Seyðis­firði og er upp­sett afl þeirra sam­tals 9.8 MW, sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá HS Orku.

„Kaupin tryggja HS Orku og við­skipta­vinum fyrir­tækisins á al­mennum markaði að­gang að raf­orku á á­lags­toppum. Af­hending fé­lagsins fór fram í gær, 31. ágúst 2023 og eru kaupin að stærstum hluta fjár­mögnuð með eigin­fjár­fram­lagi hlut­hafa HS Orku,“ segir í frétta­til­kynningu.

HS Orka þekkir rekstur Fjarðar­ár­virkjana vel en fyrir­tækið hefur keypt alla orku og stýrt fram­leiðslu frá virkjununum frá því að hún hófst árið 2009. Virkjanirnar í Fjarðar­á eru Bjólfs­virkjun og Gúls­virkjun.

Orkusala til almennra notenda

Í tilkynningu segir að góð miðlunar­lón eru í Heiðar­vatni og Þver­ár­lóni á Fjarðar­heiði. Miðlun úr þeim gerir HS Orku kleift að nýta fram­leiðslu virkjananna til að mæta á­lags­toppum al­mennra not­enda að vetrar­lagi.

Fram­leiðsla virkjananna er fyrst og fremst hugsuð sem liður í orku­sölu til al­mennra not­enda.

Bjólfsvirkjun í Fjarðará.
Fagnaðar­efni að með kaupunum hefur HS Orka nú fært út kvíarnar í nýjan lands­hluta

Tómas Már Sigurðs­son, for­stjóri HS Orku, segir Fjarðar­ár­virkjanir falla einkar vel að rekstri og annarri raf­orku­fram­leiðslu fyrir­tækisins.

„Virkjanirnar gera okkur kleift að þjóna enn betur við­skipta­vinum okkar á hinum al­menna markaði. Við þekkjum þessar virkjanir vel og höfum átt afar far­sælt sam­starf við fyrri eig­endur. Það er einnig fagnaðar­efni að með kaupunum hefur HS Orka nú fært út kvíarnar í nýjan lands­hluta og er fyrir­tækinu í mun að falla vel að sam­fé­laginu fyrir austan,“ segir Tómas Már í frétta­til­kynningu.