Sænska tæknifyrirtækið Humly hefur valið tölvufyrirtækið OK sem samstarfsaðila á Íslandi fyrir Humly-bókunarlausnir. Humly er alþjóðlegt fyrirtæki sem veitir lausnir og þjónustu um allan heim í gegnum staðbundna samstarfsaðila.

Fyrirtækið er með starfsstöðvar á nokkrum stöðum víðs vegar um Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku.

Humly hefur þróað bókunar- og móttökulausnir fyrir vinnustaði í rúman einn og hálfan áratug. Safnið þeirra samanstendur af lausnum til að bóka fundarherbergi, borð á vinnustöðum, næðisrými, gólfplön, bókun á bifreiðum og bílastæðum á vinnustað.

„Humly er einstaklega einföld og skalanleg lausn enda hefur hún náð miklum vinsældum hjá fyrirtækjum í Skandinavíu og víðar, þar sem blönduð vinna (e. Hybrid working) er í miklum vexti,“ segir Kristinn Helgason, sölustjóri hjá OK.

Lausnir fyrirtækisins finnast í rúmlega 100 þúsund fundarherbergjum fyrirtækja víðs vegar um heim, þar á meðal í fjölmörgum Fortune 500 fyrirtækjum. Fyrirtækið hlaut meðal annars á dögunum Red Dot-verðlaun fyrir hönnun sína.