JS Reykjavík, rekstrarfélag fataverslana Húrra Reykjavík, hagnaðist um tæpar 700 þúsund krónur á síðasta ári.

Til samanburðar hagnaðist félagið um fjórtán milljónir króna árið áður og um sautján milljónir króna árið 2021. Verslunin seldi vörur fyrir tæpar 430 milljónir króna í fyrra og var framlegðin 168 milljónir. Eigið fé í lok árs var 38 milljónir.

Húrra var stofnað árið 2014 af Jóni Davíð Davíðssyni og Sindra Snæ Jenssyni, en þeir eru jafnframt eigendur JS Reykjavík. Húrra opnaði nýja verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar á árinu og þá opnar ný verslun í Kringlunni á næstunni.

JS Reykjavík ehf.

2023 2022
Vörusala 430 362
Laun og launatengd gjöld 95 89
Eigið fé 38 38
Hagnaður 1 14
Lykiltölur í milljónum króna.