Verslun Húsasmiðjunnar á Akureyri hefur fengið alþjóðlegu hönnunarverðlaunin DBA Design Effectiveness Awards fyrir hönnun, útlit, sjónræna upplifun og notagildi.

Verslunin var hönnuð af breska hönnunarfyrirtækinu M WorldWide og eru segir í tilkynningu að verðlaunin séu mikil viðurkenning fyrir samstarf Húsasmiðjunnar og M WorldWide.

„Það skiptir okkur miklu máli að viðskiptavinum okkar líði vel í verslunum okkar og við hönnun verslunarinnar á Akureyri var einmitt horft til þess að uppsetning, útlit, sjónræn áhrif og notagildi væri í fyrirrúmi,“ segir Kristín Dögg Jónsdóttir, rekstrarstjóri verslunar Húsasmiðjunnar á Akureyri.

Starfsfólk verslunar Húsasmiðjunnar á Akureyri fagnaði móttöku verðlaunanna í gær en ný verslun Húsasmiðjunnar á Selfossi byggir einmitt á sömum hönnun.

„DBA verðlaunin eru staðfesting á því að við erum á hárréttri leið með verslanir okkar á Akureyri, Selfossi og að ógleymdri nýrri og endurbættri Blómavalsverslun í Skútuvogi í Reykjavík. Móttökur viðskiptavina hafa svo úrslitaáhrif og satt best að segja hafa viðtökurnar farið langt fram úr væntingum,” segir Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar.