VÍB og Ungir fjárfestar héldu tvo fundi í Háskólanum í Reykjavík og Háskólabíói og var fullsetið á þá báða.
Alexander Jensen Hjálmarsson, formaður Ungra fjárfesta, hélt opnunarerindi og kynnti félagið og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, flutti fyrirlesturinn Hvernig byrja ég að fjárfesta?
Rætt var um ólíkar aðferðir við sparnað og fjárfestingar, mistök sem ber að forðast og hver fyrstu skrefin eru. VÍB og Ungir fjárfestar munu á næstu vikum bjóða upp á framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja kynna sér málin betur.