Íbúðamarkaðurinn í Bretlandi er að taka við sér. Síðustu tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 3,2%, sem er mesta hækkun í tvö ár.

Íbúðamarkaðurinn í Bretlandi er að taka við sér. Síðustu tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 3,2%, sem er mesta hækkun í tvö ár.

Er þetta töluvert meiri hækkun en greiningaraðilar bjuggust við, en þeir höfðu almennt spáð 2,7% hækkun. Íbúðaverð í Bretlandi hækkaði um 0,7% milli september og ágúst.

Financial Times greinir frá því vaxtalækkanir veðlána séu helsta ástæðan fyrir því að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér. Verðbólga í Bretlandi mælist nú 2,2% en var yfir 4% í lok síðasta árs. Fyrir tveimur árum var yfir 10% verðbólga í Bretlandi.