Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, eigendur Ikea á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum, högnuðust hvor um sig um 2,5 milljarða króna á síðasta fjárhagsári sem lauk í ágúst 2021.
Hvort félag um sig var með 2,6 milljarða í fjármunatekjur, þar af má rekja um 72% til hagnaðar móðurfélags Ikea. Bræðurnir fara einnig með hvor sinn 1% hlut í Stoðum og eiga samtals 35% hlut í Urriðaholti ehf., sem selur lóðir í samnefndu hverfi í Garðabæ.
Sjá einnig: Móðurfélag IKEA hagnast um 5,7 milljarða
Félag Sigurðar Gísla, Dexter Fjárfestingar, hyggst greiða út einn milljarð króna vegna síðasta rekstrarárs. Fari, félag Jóns, mun greiða út 600 milljónir í arð.
Eignir hvors félags um sig voru bókfærðar á 9,4-9,5 milljarða króna í lok síðasta árs og eigið fé var yfir 9 milljarðar hjá þeim báðum.