Indó sparisjóður hefur ákveðið að lækka vexti á innlánum og útlánum í kjölfar 0,25 prósentustiga vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands sem kynnt var í dag, 21. maí.
Lækkunin nær til flestra vaxta hjá indó, þar með talið vaxta á debetreikningum, sparibaukum, yfirdrætti og þjónustunni færslusplitti.
Vextir á debetreikningum lækka í 1,75% og á sparibaukum í 6,60%. Yfirdráttarvextir lækka í 12,50% ef um er að ræða virka endurgreiðslu en í 14,50% ef ekki. Sama gildir um færslusplitt.
Vaxtalækkunin tekur þegar gildi, nema hvað varðar debetreikninga sem fara niður í 1,75% frá og með 21. júlí, í samræmi við lög. Fyrirframgreidd laun bera áfram 0% vexti.
Indó segir ákvörðunina endurspegla fulla yfirfærslu vaxtalækkunar Seðlabankans yfir til viðskiptavina.