Hollenski bankinn ING mun hætta að fjár­magna við­skipta­vini sem þeir telja að séu ekki að vinna í að draga úr kol­efnis­spori sínu.

Ste­ven van Rijswijk, for­stjóri ING, segir bankann hafa nú þegar gert stórum við­skipta­vinum sínum við­vart um að þeir séu að í­huga að skerða fjár­mögnun þeirra sjái þeir ekki úr­bætur.

Sam­kvæmt Financial Times sýnir út­spilið með skýrum hætti þá gjá sem er að myndast milli evrópskra og banda­rískra banka.

Hollenski bankinn ING mun hætta að fjár­magna við­skipta­vini sem þeir telja að séu ekki að vinna í að draga úr kol­efnis­spori sínu.

Ste­ven van Rijswijk, for­stjóri ING, segir bankann hafa nú þegar gert stórum við­skipta­vinum sínum við­vart um að þeir séu að í­huga að skerða fjár­mögnun þeirra sjái þeir ekki úr­bætur.

Sam­kvæmt Financial Times sýnir út­spilið með skýrum hætti þá gjá sem er að myndast milli evrópskra og banda­rískra banka.

Í Banda­ríkjunum hafa bankar eins og Bank of America dregið úr þeim skorðum sem settar voru um græna fjár­mögnun fyrir ein­hverjum árum. Banda­rískir bankar hafa einnig dregið úr al­manna­tengslum í kringum græn verk­efni til að draga úr bak­slagi frá al­menningi.

Van Rijswijk sagði í gær að ING hefði til­kynnt um 2000 af sínum stærstu við­skipta­vinum að bankinn væri byrjaður að taka saman opin­ber gögn um kol­efnis­spor þeirra og greina.

Fyrir­tækin hafa til ársins 2026 til að sýna fram á árangur í um­hverfis­málum.

„Mark­miðið okkar er að berjast við loft­lags­breytingar fremur en að kveðja þessa við­skipta­vini,“ sagði van Rijswijk. „En ef þeir vilja ekki draga úr kol­efnis­spori sínu þá þýðir það að við munum segja bless.“