Inga Jóna Friðgeirsdóttir
Inga Jóna Friðgeirsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Inga Jóna Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Brims og sest í framkvæmdastjórn félagsins. Á verksviði fjármálastjóra eru fjárreiður félagsins, reikningshald, upplýsingatækni og skrifstofurekstur Brims. Inga Jóna hóf störf hjá fyrirtækinu, sem áður hét HB Grandi árið 2013 sem forstöðumaður fiskþurrkunar og síðar forstöðumaður viðskiptaþróunar.

Áður eða frá árinu 2004 starfaði hún sem framkvæmdastjóri Laugafisks og jafnframt sem framkvæmdastjóri hjá Brimi (nú Útgerðarfélag Reykjavíkur) frá 2007-2013.

Inga Jóna útskrifaðist með B.sc gráðu í alþjóðlegri markaðsfræði frá Tækniháskólanum árið 1998 en hafði áður lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og diplóma af meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá EHÍ.

Fleiri fréttir um málefni HB Granda og Brim: