Jákvæðni fjár­festa vestan­hafs hefur aukist til muna eftir að Donald Trump var kjörinn for­seti í byrjun mánaðar.

Allar helstu hluta­bréfa­vísitölur hafa hækkað á síðustu vikum en tækni­fyrir­tæki og raf­myntir hafa notið sér­stak­lega góðs af kosninga­sigri Trumps.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal eru Bandaríkja­menn hins vegar mjög vongóðir á hluta­bréfa­markaðinn en inn­flæði í Kaup­hallar­sjóði í síðustu viku nam 56 milljörðum bandaríkja­dala.

Mun það vera mesta inn­flæði á einni viku síðan 2008 en inn­flæði í kaup­hallar­sjóði hefur verið jákvætt í sjö vikur í röð.

Sam­kvæmt WSJ eru fjár­festar að veðja á lægri fyrir­tækja­skatta og ein­faldara reglu­verk í stjórnar­tíð Trumps. Að þeirra mati munu slíkar breytingar auðvelda fyrir­tækjum að vaxa og sækja fram.