Jákvæðni fjárfesta vestanhafs hefur aukist til muna eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í byrjun mánaðar.
Allar helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað á síðustu vikum en tæknifyrirtæki og rafmyntir hafa notið sérstaklega góðs af kosningasigri Trumps.
Samkvæmt The Wall Street Journal eru Bandaríkjamenn hins vegar mjög vongóðir á hlutabréfamarkaðinn en innflæði í Kauphallarsjóði í síðustu viku nam 56 milljörðum bandaríkjadala.
Mun það vera mesta innflæði á einni viku síðan 2008 en innflæði í kauphallarsjóði hefur verið jákvætt í sjö vikur í röð.
Samkvæmt WSJ eru fjárfestar að veðja á lægri fyrirtækjaskatta og einfaldara regluverk í stjórnartíð Trumps. Að þeirra mati munu slíkar breytingar auðvelda fyrirtækjum að vaxa og sækja fram.