Tæknirisinn Intel hefur tilkynnt um umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir og hyggst nú segja upp um 15% af starfsfólki sínu. Samhliða þessu mun fyrirtækið hætta við áform um að verja tugum milljarða dollara í þróun nýrra örflögugerða í Evrópu.
Í yfirlýsingu þar sem greint var frá áformunum sagði fyrirtækið að það hygðist einbeita sér að harðri samkeppni á markaði fyrir örflögur sem styðja gervigreind, endurheimta hlutdeild á markaði fyrir örgjörva í fartölvur og borðtölvur, og þróa áfram háþróaða 14A tækni sína með það að markmiði að selja til stórra viðskiptavina.
Intel hefur um árabil verið leiðandi í framleiðslu örflaga fyrir tölvur, en hefur undanfarin ár dregist aftur úr samkeppnisaðilum á borð við Nvidia, AMD og TSMC þar sem fyrirtækið brást við ekki við aukinni eftirspurn eftir afkastamiklum flögum sem knýja áfram gervigreind.
Tekjur Intel á öðrum ársfjórðungi voru nær óbreyttar frá sama tíma í fyrra, eða 12,9 milljarðar dollara. Sú niðurstaða fór fram úr væntingum markaðsaðila.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.