Nas­daq tekur í dag hluta­bréf Ís­fé­lagsins til við­skipta á Aðal­markaði Nas­daq Iceland. Sam­kvæmt til­kynningu frá Kaup­höllinni verður Ís­fé­lagið í Nauð­synja­vöru­geiranum (e. Consu­mer Stap­les) og er 32. fé­lagið sem tekið er til við­skipta á mörkuðum Nas­daq Nor­dic og Baltics* í ár.

„Ís­fé­lag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hluta­fé­lag landsins. Fé­lagið stundar aðal­lega veiðar og vinnslu á upp­sjávar­fiski, bol­fiski og rækju auk þess sem dóttur­fé­lög þess stunda marg­þætta tengda starf­semi. Ís­fé­lagið er eitt af stærstu sjávar­út­vegs­fé­lögum landsins með höfuð­stöðvar í Vest­manna­eyjum og starfs­stöðvar að auki á Siglu­firði, í Þor­láks­höfn og á Þórs­höfn,“ segir í til­kynningu.

Ís­fé­lagið er með 8,9% af heildar­út­hlutuðu afla­marki ís­lenskra fyrir­tækja og er einn stærsti fram­leiðandi af lýsi og fiski­mjöli á Ís­landi.

„Fé­lagið ein­setur sér að vera fyrir­mynd um á­byrga og arð­bæra við­skipta­hætti og stunda starf­semi sína í sátt við um­hverfi og sam­fé­lag.“

„Skráning Ís­fé­lags á aðal­markað Nas­daq Iceland markar mikil­væg tíma­mót fyrir fé­lagið,” segir Stefán Frið­riks­son, for­stjóri Ís­fé­lagsins.

„Við sjáum fram á vaxtar­tæki­færi í afla­heimildum sem og í gegnum hlut­deildar- og dóttur­fé­lög okkar og stefnum á að styrkja sam­keppnis­stöðu okkar á al­þjóð­legum mörkuðum, m. a. með hag­ræðingu og sér­hæfingu í veiðum og vinnslu. Við erum afar á­nægð með frá­bæra niður­stöðu úr út­boðinu sem sýnir traust fjár­festa á fé­laginu og fram­tíð þess. Við bjóðum nýja hlut­hafa vel­komna og hlökkum til að vinna með þeim.”

„Það er heiður að bjóða elsta starfandi hluta­fé­lag landsins vel­komið á Aðal­markaðinn,“ segir Magnús Harðar­son, for­stjóri Nas­daq Iceland.

„Ís­fé­lagið er rót­gróið fyrir­tæki með glæsi­lega sögu og metnaðar­full vaxtar­plön. Mikill á­hugi fjár­festa á út­boði fé­lagsins sýnir trú þeirra á fé­laginu og á­huga á ís­lenskum sjávar­út­vegi, enda stendur sjávar­út­vegur okkur mjög nærri. Við óskum öllum hjá Ís­fé­lagi inni­lega til hamingju, skráning á markað styður við sýni­leika fé­lagsins og dregur að fjöl­breyttari hóp fjár­festa.“