Nasdaq tekur í dag hlutabréf Ísfélagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Samkvæmt tilkynningu frá Kauphöllinni verður Ísfélagið í Nauðsynjavörugeiranum (e. Consumer Staples) og er 32. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltics* í ár.
„Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið stundar aðallega veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, bolfiski og rækju auk þess sem dótturfélög þess stunda margþætta tengda starfsemi. Ísfélagið er eitt af stærstu sjávarútvegsfélögum landsins með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum og starfsstöðvar að auki á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn,“ segir í tilkynningu.
Nasdaq tekur í dag hlutabréf Ísfélagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Samkvæmt tilkynningu frá Kauphöllinni verður Ísfélagið í Nauðsynjavörugeiranum (e. Consumer Staples) og er 32. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltics* í ár.
„Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið stundar aðallega veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, bolfiski og rækju auk þess sem dótturfélög þess stunda margþætta tengda starfsemi. Ísfélagið er eitt af stærstu sjávarútvegsfélögum landsins með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum og starfsstöðvar að auki á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn,“ segir í tilkynningu.
Ísfélagið er með 8,9% af heildarúthlutuðu aflamarki íslenskra fyrirtækja og er einn stærsti framleiðandi af lýsi og fiskimjöli á Íslandi.
„Félagið einsetur sér að vera fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti og stunda starfsemi sína í sátt við umhverfi og samfélag.“
„Skráning Ísfélags á aðalmarkað Nasdaq Iceland markar mikilvæg tímamót fyrir félagið,” segir Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins.
„Við sjáum fram á vaxtartækifæri í aflaheimildum sem og í gegnum hlutdeildar- og dótturfélög okkar og stefnum á að styrkja samkeppnisstöðu okkar á alþjóðlegum mörkuðum, m. a. með hagræðingu og sérhæfingu í veiðum og vinnslu. Við erum afar ánægð með frábæra niðurstöðu úr útboðinu sem sýnir traust fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim.”
„Það er heiður að bjóða elsta starfandi hlutafélag landsins velkomið á Aðalmarkaðinn,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.
„Ísfélagið er rótgróið fyrirtæki með glæsilega sögu og metnaðarfull vaxtarplön. Mikill áhugi fjárfesta á útboði félagsins sýnir trú þeirra á félaginu og áhuga á íslenskum sjávarútvegi, enda stendur sjávarútvegur okkur mjög nærri. Við óskum öllum hjá Ísfélagi innilega til hamingju, skráning á markað styður við sýnileika félagsins og dregur að fjölbreyttari hóp fjárfesta.“