Samkvæmt nýrri skýrslu Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA) eru sektarfjárhæðir og sektir á Íslandi í algjörum sérflokki í samanburði við önnur Evrópulönd.
Í skýrslunni er finna upplýsingar um sektir á málefnasviði ESMa, þar með talið brota á MiFID II og MiFIR reglugerðunum sem voru innleiddar í lög hérlendis með lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í september 2021.
MiFID er samheiti yfir evrópskt regluverk um markaði fyrir fjármálagerninga á meðan MiFIR reglugerðin felur í sér víðtækar kröfur um gagnsæi fyrir og eftir viðskipti.
Árið 2023 voru gefnar út 289 stjórnsýslusektir í Evrópu vegna brota á reglugerðunum tveimur og voru flestar sektir í Danmörku (42), síðan á Kýpur (38) og síðan Búlgaríu (30).
Á Íslandi voru sektirnar ekki nema fimm en engu að síður borguðu íslensk fyrirtæki mun hærri sektarfjárhæðir.
Heildarsektarfjárhæðin hjá öllum aðildarríkjum var 18,2 milljónir evra eða rúmir 2,7 milljarðar íslenskra króna á gengi dagsins vegna brota tengdum reglugerðunum tveimur.
Þegar sektarfjárhæðir í skýrslunni eru skoðaðar í heild á málefnasviði ESMA er Ísland í öðru sæti með yfir 10% af heildarsektarfjárhæð á evrópska efnahagssvæðinu.
Til samanburðar er íbúafjöldi á Íslandi er innan við 0,1% af íbúafjölda efnahagssvæðisins.
Í skýrslunni er tekið sérstaklega fram að langstærsta einstaka stjórnsýslusektin, tengt MiFID eða MiFIR var á Íslandi, að upphæð 7,76 milljónir evra fyrir brot á hagsmunaárekstrarreglum, almennum reglum um vernd fjárfesta og upplýsingagjöf til viðskiptavina.
Samsvarar það um 1,15 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.
Sjá má hér að neðan heildarupphæðir á sektum og síðan fjöldi sekta úr skýrslu ESMA, tengt MiFID eða MiFIR .