Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,9% í 3,4 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan, eða um 1 milljarður króna, var með hlutabréf Íslandsbanka sem hækkuðu um 2,2%. Gengi bankans, sem birti uppgjör eftir lokun markaða í gær, stendur nú í 127,8 krónum á hlut eftir 8,9% hækkun í vikunni.

Eimskip leiddi hins vegar hækkanir en hlutabréfaverð flutningafélagsins hækkaði um 3,8% í 140 milljóna viðskiptum og stendur nú í 545 krónum. Þá hækkaði gengi Kviku banka, Regins og Reita einnig um meira en 2% í viðskiptum dagsins.

Hlutabréf Marels hækkuðu fimmta viðskiptadaginn í röð og hafa nú hækkað um 12% í vikunni. Gengi Marels stendur nú í 492 krónum.