Íslandsturnar, félag bandaríska sjóðastýringafyrirtækisins DigitalBridge sem keypti óvirka fjarskiptainnviði Nova og Sýnar í árslok 2021, tapaði 855 milljónum króna árið 2022.
Rekstrarafkoma (EBIT) Íslandsturna nam 269 milljónum króna og var í samræmi við áætlun en fjármagnsgjöld að fjárhæð 1,1 milljarður var umfram væntingar vegna hárrar verðbólgu.
„Árið 2022 var ár fordæmalausrar hárrar verðbólgu sem leiddi til hærri fjármagnsútgjalda en áætlanir gerðu ráð fyrir og leiddi þar með einnig til meira taps á árinu. Hins vegar eru tekjur samstæðunnar einnig verðtryggðar og hækka sem nemur verðbólgu 2022 frá og með janúar 2023 og mun það draga úr verðbólguhækkun í nánustu framtíð,“ segir í skýrslu stjórnar.
„Væntingar eru um að verðbólga á Íslandi hafi náð hámarki árið 2022 og er gert ráð fyrir að hún lækki út árið 2023 og síðar.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði