Að sögn Magnúsar Leópoldssonar, fasteignasala í Fasteignamiðstöðinni, hefur hann orðið var við áberandi aukinn áhuga meðal Íslendinga erlendis á því að kaupa jarðir eða fasteignir hér á landi.
,,Það er áberandi hvað þessi hópur er að skoða meira kaup á Íslandi enda má segja að þeir sem fá laun sín í erlendum gjaldmiðli geti gert mjög góð kaup hér á landi. Lætur næri að verðið hafi lækkað um 50% á einu ári,” sagði Magnús en tók fram að þarna væri ekki um að ræða neitt
Magnús benti á að markaðurinn fyrir jarðir hér á landi væri ekki stór, aðeins hefðu selst um 100 jarðir á ári í góðæri undanfarinna ára. Þar af hafa aðeins verið um eitt eða tvö tilfelli á ári þegar erlendir aðilar koma að kaupunum. ,,Við höfum aðeins gert í því að reyna að teigja okkur til þessara aðila en það hefur ekki orðið breyting á þessu hlutfalli. Ég get auðvitað ekki fullyrt hvort einhverjir séu að hugleiða kaup en það er áberandi aukning hjá fólki sem býr á Norðurlöndunum.”