Flugskóli Íslands tók til starfa á vormánuðum 2021 og bar þá nafnið Icelandic Aviation Training. Upphaflega var aðeins boðið upp á námskeið í áhafnarsamstarfi og nám á ákveðnum tegundum flugvéla fyrir íslensk og erlend flugfélög.

Stjórnendur segja að á síðustu misserum hafi mjög döpur þróun átt sér stað í flugnámi hér á landi sem endaði nýlega með gjaldþroti Flugakademíu Íslands með tilheyrandi skakkaföllum fyrir nemendur skólans.

Flugskóli Íslands tók til starfa á vormánuðum 2021 og bar þá nafnið Icelandic Aviation Training. Upphaflega var aðeins boðið upp á námskeið í áhafnarsamstarfi og nám á ákveðnum tegundum flugvéla fyrir íslensk og erlend flugfélög.

Stjórnendur segja að á síðustu misserum hafi mjög döpur þróun átt sér stað í flugnámi hér á landi sem endaði nýlega með gjaldþroti Flugakademíu Íslands með tilheyrandi skakkaföllum fyrir nemendur skólans.

Atvinnuflugmannsnámið sem Flugskóli Íslands býður upp á telst til svokallaðs samtvinnaðs atvinnuflugmannsnáms og er sú námsbraut atvinnuflugsins sú eina sem nýtur samþykkis Menntasjóðs námsmanna þegar kemur að námsstyrkjum og lánveitingum til atvinnuflugmannsnáms.

Sölvi Þórðarson, skólastjóri Flugskóla Íslands, segir að veðurfar á Íslandi, takmarkanir á kennslu- og æfingaflugi í nágrenni Reykjavíkur og Keflavíkur, auk fárra kennsluflugvéla og smæðar íslenska markaðarins hafi oft hrjáð flugnema hér á landi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.