Líf­tækni­fyrir­tækið Ís­teka, sem sér­hæfir sig í að vinna lyfja­efni úr hryssu­blóði, hefur höfðað mál gegn gegn ís­lenska ríkinu vegna á­kvörðunar mat­væla­ráð­herra um að fella alla starf­semi fé­lagsins tengda blóð­nytjum úr fyl­fullum hryssum undir reglu­gerð um vernd dýra sem notuð eru í vísinda­skyni.

Þetta kemur fram í Bænda­blaðinu en í á­kvörðun ráð­herra er reglu­gerð sem átti við um starf­semina felld úr gildi en um er að ræða inn­leiðingu á til­skipun Evrópu­sam­bandsins um vernd dýra sem eru notuð í vísinda­skyni.

Ís­teka krefst þess fyrir dómi að viður­kennnt verði að á­kvörðun mat­væla­ráð­herra hafi verið ó­heimil.

„Fé­lagið byggir einkum á því að starf­semi tengd blóð­nytjum úr fyl­fullum hryssum feli ekki í sér dýra­til­raun heldur sé land­búnaðar­fram­leiðsla til af­urða­nýtingar sem hafi verið fram­kvæmd með ó­breyttum hætti til ára­tuga,“ segir Peter Dal­may, lög­maður Ís­teka í málinu í sam­tali við Bænda­blaðið.

Að sögn Peter skorti ráð­herra laga­heimild til að fella starf­semina undir aðra regl­gerð. Á­kvörðun ráð­herra feli jafn­framt í sér í­þyngjandi höft á stjórnar­skrár­vörðu at­vinnu­frelsi fé­lagsins.

Héraðs­dómur Reykja­víkur felst á flýti­með­ferð og var málið þing­fest í síðustu viku en ríkinu var veittur frestur til að taka til varna.