Líftæknifyrirtækið Ísteka, sem sérhæfir sig í að vinna lyfjaefni úr hryssublóði, hefur höfðað mál gegn gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.
Þetta kemur fram í Bændablaðinu en í ákvörðun ráðherra er reglugerð sem átti við um starfsemina felld úr gildi en um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni.
Ísteka krefst þess fyrir dómi að viðurkennnt verði að ákvörðun matvælaráðherra hafi verið óheimil.
„Félagið byggir einkum á því að starfsemi tengd blóðnytjum úr fylfullum hryssum feli ekki í sér dýratilraun heldur sé landbúnaðarframleiðsla til afurðanýtingar sem hafi verið framkvæmd með óbreyttum hætti til áratuga,“ segir Peter Dalmay, lögmaður Ísteka í málinu í samtali við Bændablaðið.
Að sögn Peter skorti ráðherra lagaheimild til að fella starfsemina undir aðra reglgerð. Ákvörðun ráðherra feli jafnframt í sér íþyngjandi höft á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi félagsins.
Héraðsdómur Reykjavíkur felst á flýtimeðferð og var málið þingfest í síðustu viku en ríkinu var veittur frestur til að taka til varna.