Sig­ríður Mogen­sen, nýr for­maður ráð­gjafar­nefndar EFTA, segir í­þyngjandi reglu­verk innan Evrópu hafa haft nei­kvæð á­hrif á ríki álfunnar. Evrópa, sem og Ís­land, sé að dragast aftur úr í iðnaði sem getur haft slæm á­hrif á hag­sæld.

Að hennar mati þarf ráð­gjafar­nefndin að láta meira í sér heyra til að snúa við þeirri þróun að reglu­verk frá ESB sé inn­leitt hér­lendis með meiri kröfum á ís­lenskt at­vinnu­líf en þörf er á.

Sig­ríður Mogen­sen, nýr for­maður ráð­gjafar­nefndar EFTA, segir í­þyngjandi reglu­verk innan Evrópu hafa haft nei­kvæð á­hrif á ríki álfunnar. Evrópa, sem og Ís­land, sé að dragast aftur úr í iðnaði sem getur haft slæm á­hrif á hag­sæld.

Að hennar mati þarf ráð­gjafar­nefndin að láta meira í sér heyra til að snúa við þeirri þróun að reglu­verk frá ESB sé inn­leitt hér­lendis með meiri kröfum á ís­lenskt at­vinnu­líf en þörf er á.

„Það sem er að gerast er að Evrópa er að dragast aftur úr öðrum efna­hags­svæðum í verð­mæta­sköpun, eða í land­frams­leiðslu á mann og þar með lífs­kjörum. Þetta er á­hyggju­efni sem er mikið í um­ræðunni núna innan ESB og Ís­land er þar ekki undan­skilið. Við eigum alltaf að vera hugsa um hvernig reglu­verk, reglur og lög, sem er sett hefur á­hrif á verð­mæta­sköpun og sam­keppnis­hæfni,“ segir Sig­ríður og í­trekar að í sinni for­mennsku verði lögð sér­stök á­hersla á sam­keppnis­hæfni. Þing­menn þurfa einnig að stíga sterkar inn í þessi mál, að mati Sig­ríðar.

Spurð um hvort hún muni sem for­maður nefndarinnar beita sér fyrir því að undan­þága frá ETS-kerfinu fyrir flug­sam­göngur verði fram­lengd, segir Sig­ríður á­kvörðun um slíkt vera háð stjórn­völdum hverju sinni.

„En ég held að vinna við það að óska eftir fram­lengdri undan­þágu ætti að hefjast sem allra fyrst,“ segir Sig­ríður.

„Skatt­lagning á flug hefur miklu minni á­hrif á megin­landi Evrópu þannig þetta er eitt af þeim dæmum um sér­stöðu Ís­lands sem við verðum að halda á lofti. Það skiptir mjög miklu máli. Það er alveg ljóst að EES samningurinn hefur átt mjög stóran þátt í þeirri hag­sæld sem við búum við á Ís­landi í dag en ef við erum ekki að huga að hags­muna­gæslu innan EES og gagn­vart ESB þá erum við ekki að nýta EES samninginn eins og best verður á kosið. Það mun á endanum grafa undan stuðningi við sam­starfið og þetta sam­starf skiptir mjög miklu máli fyrir Ís­land,“ segir Sig­ríður.

Utanríkisráðherrar einhuga

Að hennar mati hefur EES-samningurinn átt ríkan þátt í að bæta lífs­kjör á Ís­landi en það sé mikil­vægt að sinna virkri hags­muna­gæslu og að­haldi gagn­vart sam­starfinu.

„Til þess að kostir EES- samningsins komi sem best fram fyrir Ís­land þurfum við að vera með augun á boltanum t. d. varðandi gull­húðun, og það þarf að snúa þeirri þróun við að á Ís­landi sé reglu­verk frá Evrópu­sam­bandinu inn­leitt með meiri kröfum á ís­lenskt at­vinnu­líf en þörf er á,“ segir Sig­ríður.

Bjarni Bene­dikts­son utan­ríkis­ráð­herra skipaði starfs­hóp um að­gerðir gegn svo­kallaðri gull­húðun EES-reglna í síðustu viku en degi áður voru kynntar niður­stöður út­tektar á mála­flokkum um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra. Í út­tektinni kom í ljós að reglu­verk sem var inn­leitt af því ráðu­neyti á árunum 2010 til 2022 sætti gull­húðun í 41% til­vika þ. e. að Ís­land setti í­þyngjandi reglur um­fram það sem ESB-gerðir mæltu fyrir um.