Sigríður Mogensen, nýr formaður ráðgjafarnefndar EFTA, segir íþyngjandi regluverk innan Evrópu hafa haft neikvæð áhrif á ríki álfunnar. Evrópa, sem og Ísland, sé að dragast aftur úr í iðnaði sem getur haft slæm áhrif á hagsæld.
Að hennar mati þarf ráðgjafarnefndin að láta meira í sér heyra til að snúa við þeirri þróun að regluverk frá ESB sé innleitt hérlendis með meiri kröfum á íslenskt atvinnulíf en þörf er á.
Sigríður Mogensen, nýr formaður ráðgjafarnefndar EFTA, segir íþyngjandi regluverk innan Evrópu hafa haft neikvæð áhrif á ríki álfunnar. Evrópa, sem og Ísland, sé að dragast aftur úr í iðnaði sem getur haft slæm áhrif á hagsæld.
Að hennar mati þarf ráðgjafarnefndin að láta meira í sér heyra til að snúa við þeirri þróun að regluverk frá ESB sé innleitt hérlendis með meiri kröfum á íslenskt atvinnulíf en þörf er á.
„Það sem er að gerast er að Evrópa er að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í verðmætasköpun, eða í landframsleiðslu á mann og þar með lífskjörum. Þetta er áhyggjuefni sem er mikið í umræðunni núna innan ESB og Ísland er þar ekki undanskilið. Við eigum alltaf að vera hugsa um hvernig regluverk, reglur og lög, sem er sett hefur áhrif á verðmætasköpun og samkeppnishæfni,“ segir Sigríður og ítrekar að í sinni formennsku verði lögð sérstök áhersla á samkeppnishæfni. Þingmenn þurfa einnig að stíga sterkar inn í þessi mál, að mati Sigríðar.
Spurð um hvort hún muni sem formaður nefndarinnar beita sér fyrir því að undanþága frá ETS-kerfinu fyrir flugsamgöngur verði framlengd, segir Sigríður ákvörðun um slíkt vera háð stjórnvöldum hverju sinni.
„En ég held að vinna við það að óska eftir framlengdri undanþágu ætti að hefjast sem allra fyrst,“ segir Sigríður.
„Skattlagning á flug hefur miklu minni áhrif á meginlandi Evrópu þannig þetta er eitt af þeim dæmum um sérstöðu Íslands sem við verðum að halda á lofti. Það skiptir mjög miklu máli. Það er alveg ljóst að EES samningurinn hefur átt mjög stóran þátt í þeirri hagsæld sem við búum við á Íslandi í dag en ef við erum ekki að huga að hagsmunagæslu innan EES og gagnvart ESB þá erum við ekki að nýta EES samninginn eins og best verður á kosið. Það mun á endanum grafa undan stuðningi við samstarfið og þetta samstarf skiptir mjög miklu máli fyrir Ísland,“ segir Sigríður.
Utanríkisráðherrar einhuga
Að hennar mati hefur EES-samningurinn átt ríkan þátt í að bæta lífskjör á Íslandi en það sé mikilvægt að sinna virkri hagsmunagæslu og aðhaldi gagnvart samstarfinu.
„Til þess að kostir EES- samningsins komi sem best fram fyrir Ísland þurfum við að vera með augun á boltanum t. d. varðandi gullhúðun, og það þarf að snúa þeirri þróun við að á Íslandi sé regluverk frá Evrópusambandinu innleitt með meiri kröfum á íslenskt atvinnulíf en þörf er á,“ segir Sigríður.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra skipaði starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna í síðustu viku en degi áður voru kynntar niðurstöður úttektar á málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í úttektinni kom í ljós að regluverk sem var innleitt af því ráðuneyti á árunum 2010 til 2022 sætti gullhúðun í 41% tilvika þ. e. að Ísland setti íþyngjandi reglur umfram það sem ESB-gerðir mæltu fyrir um.