Landeldisfyrirtækið First Water hefur ítrekað ósk sína við Ölfus að sveitarfélagið endurskoði áform sín um heimila byggingu mölunarverksmiðju Heidelberg við Laxabraut í Þorlákshöfn.

Þetta kemur fram í bréfi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra First Water, sem lagt var fram í skipulagsnefnd- og umhverfisnefnd Ölfuss í gær og er ritað í samræmi við ósk sveitarfélagsins um nánari skýringar á áhyggjum sem First Water hafði í maí lýst af fyrirhugaðri mölunarverksmiðju í nágrenni við laxeldisstöð fyrirtækisins. Fiskifréttir sögðu fyrst frá.

Landeldisfyrirtækið First Water hefur ítrekað ósk sína við Ölfus að sveitarfélagið endurskoði áform sín um heimila byggingu mölunarverksmiðju Heidelberg við Laxabraut í Þorlákshöfn.

Þetta kemur fram í bréfi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra First Water, sem lagt var fram í skipulagsnefnd- og umhverfisnefnd Ölfuss í gær og er ritað í samræmi við ósk sveitarfélagsins um nánari skýringar á áhyggjum sem First Water hafði í maí lýst af fyrirhugaðri mölunarverksmiðju í nágrenni við laxeldisstöð fyrirtækisins. Fiskifréttir sögðu fyrst frá.

Verði ekki hætt við áformin um byggingu mölunarverksmiðjunnar þá óskar First Water eftir því að málsmeðferð sveitarfélagsins verði breytt þannig að fyrirtækinu og öðrum hagsmunaaðilum gefist ekki minna sex mánaða frestur til að afla sérfræðiálita og til að setja fram ítarlega athugasemdir vegna framkvæmdanna við mölunarverksmiðjuna.

Óttast titring og rykmengun

Í bréfinu nefnir Eggert Þór áhyggjur af titringi frá bæði þungaflutningum í kringum starfsemi Heidelberg sem og frá mölunarverksmiðjunni sjálfri.

„First Water telur mjög mikilvægt að mat sé lagt á slíkt enda ljóst að viðvarandi titringur getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á eldi fisks,“ segir í umsögn First Water.

Í öðru lagi óttast First Water rykmengun á svæðinu en starfsemi laxeldisfyrirtækjanna séu augljóslega viðkvæm fyrir allri loftmengun. Í matsskýrslu vegna áforma Heidelberg sé tiltekið að ekki sé gert ráð fyrir rykmengun frá verksmiðjunni sjálfri eða efnisflutningum til hennar.

„FW telur hins vegar umfjöllun um þann hluta starfseminnar er snýr að mölun vera verulega ábótavant enda aðeins sagt að settir verði viðeigandi filterar og annar búnaður sem eigi að tryggja að mengun fari ekki út í andrúmsloftið. Þessi umfjöllun sýnir að um mengandi starfsemi sé að ræða og að menn hyggist bregðast við því með filterum og ótilgreindum búnaði.“

First Water telur því einsýnt að það þurfi að gera nákvæmari og viðameiri grein fyrir hvaða mótvægisaðgerða gripið verður til.

Í þriðja lagi lýsir First Water - sem nýtir bæði jarðsjó úr um 90 metra borholum og grunnvatn úr 15 til 30 metra djúpum holum - yfir áhyggjum af mögulegum mengunarslysum sem kunna að hljótast af umferð á svæðinu. Gríðarleg umferð verði á svæðinu af hálfu Heidelberg eða rúmlega 100 ferðir vörubíla á dag sem eykur hættu á mengunarslysi.

Bent er á umsögn Vegagerðarinnar þar sem segir að aðstæður fyrir höfn á svæðinu séu mjög varasamar vegna öldu enda sé ekki um náttúrulegt hafnarsvæði að ræða. Því sé ljóst að slysahætta er veruleg þegar allt að 170 metra löng skip fara um slíka höfn 25 sinnum í viku.

Ekki hægt að byggja á fyrirliggjandi umhverfismati

Þá bendir forstjóri First Water á að það sé „ekki hlutverk einstaklinga eða fyrirtækja að framkvæma eða leggja upp rannsókn á mögulegum neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda“. Taka hefði átt á því í sjálfu umhverfismatinu.

„Að mati First Water er fyrirliggjandi umhverfismat ekki nægjanlega ítarlegt til að á því verði byggð endanleg ákvörðun um fyrirhugaðar framkvæmdir við mölunarverksmiðju og nýja höfn.“

Kalla eftir svörum frá Heidelberg

Erindi First Water var rætt í skipulagsnefnd- og umhverfisnefnd Ölfus í gær. Nefndin samþykkti að „kalla tafarlaust eftir ítarlegum svörum frá Heidelberg um allt það sem tengist titring og mögulegri hávaðamengun frá fyrirhugaðri starfsemi þeirra“ og „um allt það sem tengist mögulegri rykmengun frá fyrirhugaðri starfsemi þeirra“ og að í kjölfarið verði fengið álit frá til þess bærum þriðja aðila.

Varðandi mengunarslys vegna hafnarstarfsemi samþykkt nefndin að láta vinna hættumat fyrir bæði Þorlákshöfn og vænta höfn í Keflavík. „Þar verði lagt mat á þá hættu sem mögulega gæti fylgt hafnarrekstri bæði í Keflavík og Þorlákshöfn. Einnig verði lagðar fram mótvægisaðgerðir ef hættumat kallar á slíkt,“ segir meðal annars í samþykkt nefndarinnar.

Þá ítrekar nefndin það sem áður hefur verið ákveðið um að starfsemi Heidelberg verði ekki samþykkt nema að undangenginni kosningu meðal íbúa. „Þeir einir fara með hið endanlega vald og til að tryggja upplýsta ákvörðun er mikilvægt að vanda til upplýsingaöflunar,“ segir nefndin.