Breski lúxusbílaframleiðandinn Jaguar hefur uppfært vörumerki fyrirtækisins samhliða stefnubreytingu sinni um að skipta alfarið yfir í rafbílaframleiðslu. Jaguar greindi fyrst frá þessari stefnubreytingu árið 2021.

Bílaframleiðandinn, sem er í eigu Tata Motors, mun jafnframt setja þrjá nýja rafbíla á markað árið 2026.

Nýja vörumerki fyrirtækisins, JaGUar, er skrifað bæði í hástöfum og lágstöfum en framkvæmdastjóri Jaguar segir að fyrirtækið eigi rætur sínar að rekja til frumleika og ætti ekki að vera afrit af neinu öðru.

Nýja vörumerki fyrirtækisins, JaGUar, er skrifað bæði í hástöfum og lágstöfum.
© Skjáskot (Skjáskot)

„Við þurfum að breyta ímynd fólks á því hvað Jaguar stendur fyrir og það verður ekki einfalt eða auðvelt að gera. Þannig það er mjög gagnlegt að hafa skýr greinaskil á milli hins gamla og hins nýja,“ segir Rawdon Glover, framkvæmdastjóri Jaguar.