Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Jakobs Valgeirs, gagnrýnir 117 krónu söluverðið í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka. „Ég veit það fyrir víst að ríkið hefði getað selt á genginu 122 ef þeir hefðu einbeitt sér að þeim sem voru tilbúnir til að borga meira,“ er haft eftir Jakobi í Fréttablaðinu í dag.
Jakob Valgeir er þrettándi stærsti hluthafi Íslandsbanka með 1,02% hlut sem er um 2,6 milljarðar króna að markaðsvirði. Hann var meðal þátttakenda í útboðinu fékk 1,78% af úthlutun og greiddi fyrir 936 milljónir. Hann segist hafa óskað eftir kaupa mun stærri hlut.
Sjá einnig: Jakob Valgeir með 2,6 milljarða hlut í ISB
„Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar það sé bankanum fyrir bestu að nokkrir öflugir fjárfestar komi inn af krafti og veiti honum aðhald. Þannig gæta þeir best sinna hagsmuna og hagsmuna bankans um leið. Það var það sem vakti fyrir mér. Þá hefði líka þjóðin fengið meira fyrir sinn snúð.“
© Aðsend mynd (AÐSEND)
„Ef menn vilja gagnrýna eitthvað þá ættu þeir að horfa á verðið sem ríkið seldi á. Að mínu mati hefði ríkið átt að selja til fárra en öflugra kjölfestufjárfesta, eins og talað var um í upphafi. Það var ekki gert. Í staðinn voru það aðallega lífeyrissjóðirnir sem pressuðu verðið niður í þessar 117 krónur á hlut,“ hefur Fréttablaðið eftir honum.