Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka, segir peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands ó­neitan­lega fylgjast grannt með þróun mála á Reykja­nes­skaga.

„Hvernig staðan verður um eftir rúma viku mun nær örugg­lega hafa á­hrif á á­kvörðun um peninga­stefnuna. Það gefur auga leið að ef það er enn þá er hætta á um­tals­verðu efna­hags­legu bak­slagi sem svart­sýnustu sviðs­myndir geta teiknað upp, sér í lagi ef ösku­gos loka flug­vellinum. Það ætti að draga úr vilja þeirra til að hækka vexti ofan í slíkt á­stand,“ segir Jón Bjarki.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka, segir peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands ó­neitan­lega fylgjast grannt með þróun mála á Reykja­nes­skaga.

„Hvernig staðan verður um eftir rúma viku mun nær örugg­lega hafa á­hrif á á­kvörðun um peninga­stefnuna. Það gefur auga leið að ef það er enn þá er hætta á um­tals­verðu efna­hags­legu bak­slagi sem svart­sýnustu sviðs­myndir geta teiknað upp, sér í lagi ef ösku­gos loka flug­vellinum. Það ætti að draga úr vilja þeirra til að hækka vexti ofan í slíkt á­stand,“ segir Jón Bjarki.

Næsta vaxta­á­kvörðun peninga­stefnu­nefndar er eftir viku en Jón Bjarki úti­lokar ekki að bankinn muni seinka á­kvörðuninni.

„Ef ekki er búið að leysast úr ó­vissunni held ég það ætti að vera skyn­sam­legt að sjá að­eins til. Því næsta vaxta­á­kvörðun er um mánaða­mótin janúar/febrúar.“

Jón Bjarki teiknar upp þrjár sviðs­myndir sem gætu haft á­hrif á á­kvörðun bankans.

„Úr því sem komið er er þrennt sem getur gerst: Í fyrsta lagi að á­standið verði þannig að við verðum enn að bíða og það væri þá ráð­legt að bíða með vaxta­á­kvörðun þar til það skýrist. Í öðru lagi ef það kemur á daginn að þarna verða ham­farir sem hafa veru­leg efna­hags­leg á­hrif þá mundi það mjög lík­lega ráða úr­slitum um að ekki verða hækkaðir vextir. Í þriðja lagi að ef það er komið á daginn að það verður komið gos og á­hrifin til­tölu­lega hóf­leg og gosið keim­líkt síðustu gosum þá erum við að horfa á ekki ó­svipað á­stand og áður en ó­ró­leikinn byrjaði. Sama gildir svo ef líkur á gosi minnka veru­lega. Alls ekkert víst að þau hækki samt vexti,“ segir Jón Bjarki.

„Fyrri tvær sviðs­myndirnar myndu lík­lega ráða úr­slitum um að vextir yrðu ekki hækkaðir,“ bætir hann við að lokum.