Brian Deck, for­stjóri John Bean Technologies, vill opna við­ræður við stjórn Marels um mögu­lega yfir­töku á fé­laginu en hann segist sann­færður um að sam­runi fyrir­tækjanna sé hagur beggja.

JBT sendi upp­færða ó­skuld­bindandi vilja­yfir­lýsingu um mögu­legt yfir­töku­til­boð í allt hluta­fé Marels í gær­kvöldi þar sem til­boðs­verðið er fært upp um um 7,9%, eða úr 3,15 evrum í 3,40 evrur, sem sam­svarar 511 krónum á hlut miðað við skipti­gengið 150,3.

Sam­kvæmt til­boðinu metur JBT Marel á 3,4 milljarða evrur eða ríf­lega 510 milljarða ís­lenskra króna á gengi dagsins. Markaðs­virði Marels í gær sam­kvæmt Keldunni var 331 milljarður ís­lenskra króna.

Brian Deck, for­stjóri John Bean Technologies, vill opna við­ræður við stjórn Marels um mögu­lega yfir­töku á fé­laginu en hann segist sann­færður um að sam­runi fyrir­tækjanna sé hagur beggja.

JBT sendi upp­færða ó­skuld­bindandi vilja­yfir­lýsingu um mögu­legt yfir­töku­til­boð í allt hluta­fé Marels í gær­kvöldi þar sem til­boðs­verðið er fært upp um um 7,9%, eða úr 3,15 evrum í 3,40 evrur, sem sam­svarar 511 krónum á hlut miðað við skipti­gengið 150,3.

Sam­kvæmt til­boðinu metur JBT Marel á 3,4 milljarða evrur eða ríf­lega 510 milljarða ís­lenskra króna á gengi dagsins. Markaðs­virði Marels í gær sam­kvæmt Keldunni var 331 milljarður ís­lenskra króna.

Deck opinn fyrir viðræður við stjórn Marels

„JBT hefur lengi dáðst að Marel og það er mikill stefnu­mótandi, menningar­legur og rekstrar­legur sam­hljómur milli fyrir­tækjanna tveggja. Við erum sann­færð um að fyrir­hugaður sam­runi muni skila veru­legum á­vinning fyrir bæði fyrir­tækin, við­skipta­vini, starfs­menn, nær­sam­fé­lög, sam­starfs­aðila og hlut­hafa,“ segir Deck.

„Saman væru fyrir­tækin tvö betur í stakk búin til að að­stoða við­skipta­vini okkar við að búa til há­gæða loka­af­urð með sam­einaða á­herslu á sjálf­bærar lausnir sem nýta betur dýr­mætar matar­af­urðir sem og vatns- og orku­auð­lindir. JBT er opið fyrir frekari við­ræðum við stjórn Marels til að þróa niður­stöðu sem er beggja hagur,“ segir Deck enn fremur í til­kynningu til Kaup­hallarinnar í New York.

„Evrópskar höfuðstöðvar“ í Garðabæ

Sam­kvæmt yfir­lýsingu JBT er fé­lagið til­búið að gera lang­tíma­skuld­bindingu til að halda „evrópskum höfuð­stöðvum“ hins sam­einaða fé­lags í Garða­bæ.

JBT segir jafn­framt að fyrir­tækið sé til­búið að undir­búa kaup­til­boð sem hentar hlut­höfum Marel og jafn­vel bjóða þeir upp á „sveigjan­leika í sam­setningu endur­gjalds eða að allt að 50% af endur­gjaldinu verði greitt með reiðu­fé og allt að 100% verði í formi hluta­bréfa í sam­einuðu fé­lagi JBT og Marel.“

Ef svo verður eignast hlut­hafar í Marel 29% hlut í hinu sam­einaða fé­lagi. Ef svo fer að 25% af kaup­verðinu verði greitt með reiðu­fé og 75% í formi hluta­bréfa eignast hlut­hafar Marels 38% í hinu sam­einaða fé­lagi.

Í til­kynningu frá Marel í gærkvöldi segir að fé­lagið ætli að fara yfir og meta vilja­yfir­lýsinguna „af kost­gæfni með hlið­sjón af lang­tíma­hags­munum fé­lagsins og allra hlut­hafa þess“. Ekki liggi fyrir nein vissa um hvort um­rædd yfir­lýsing muni leiða til form­legs skuld­bindandi yfir­töku­til­boðs, eða skil­mála þess.

Marel greindi jafn­framt frá því að Eyrir Invest, stærsti hlut­hafi Marels með 24,7% hlut, styðji á­fram við fyrri vilja­yfir­lýsingu JBT sem og hið upp­færða til­boð ef svo bæri undir.

Marel upp­lýsti markaðinn þann 24. nóvember síðast­liðinn um fyrri ó­skuld­bindandi vilja­yfir­lýsingu JBT.

Stjórn Marels sam­þykkti ein­róma ör­fáum dögum síðar að hafna á­formuðu til­boði JBT og sagði að það væri ekki í þágu hlut­hafa að taka því.

„Yfir­lýst stefna Marel er skýr hvað varðar ytri vöxt og tæki­færi til frekari sam­þjöppunar (e. con­soli­da­tion) innan geirans eins og fram­kvæmd stefnu fé­lagsins ber vitni um. Í sam­ræmi við hlut­verk sitt og á­byrgð er stjórn Marel til­búin að leggja mat á vel í­grundaðar til­lögur sem endur­spegla að fullu virði Marel,“ sagði stjórn Marels í lok síðasta mánaðar.